Hreyfing - Virðing - Næring - Skapandi starf Hafa samband

Garðasel er Leikur að læra-skóli

Garðasel er nú formlega orðinn Leikur að læra - skóli eftir árs innleiðingu í aðferðinni Leikur að læra. Höfundur aðferðarinnar, Kristín Einarsdóttir, kom í Garðasel af því tilefni og afhenti leikskólanum viðurkenningu. Við erum afar stolt af því að vera orðin Leikur að læra - skóli og munum halda áfram að vinna með aðferðina í leik og starfi.