Hreyfing - Virðing - Næring - Skapandi starf Hafa samband
main_image

Heilsuleikskólinn Garðasel

Tók til starfa um mánaðarmótin maí/júní árið 1974 en var vígður 3. ágúst sama ár.  Húsið var gefið til Keflavíkur vegna eldgossins á Heimaey árið 1973. Það voru sænsk kvennasamtök "Redda - barnet" sem gáfu húsið. Húsið samanstendur af tveimur deildum, sal og eldhúsi. 1981 byggði Keflavíkurbær annað hús á lóðinni sem er með tvær deildir. Í dag er búið að tengja þessi hús saman með tengibyggingu þar sem gerð var aðstaða fyrir kennara og sérkennsluherbergi.

Árið 2007 var aftur byggt við leikskólann og í það rými kom skrifstofa leikskólastjóra, tvö salerni starfsfólks og ný kaffistofa. Einnig voru deildirnar teknar í gegn ásamt hinum og þessum lagfæringum sem gerðar voru á húsnæðinu. Í skólanum dvelja börn á aldrinum 2-6 ára. Garðasel er fjögurra deilda aldursskiptur leikskóli með sveigjanlegum vistunartíma.

Deildirnar heita Varða, Hvammur, Þúfa og Lundur. Í leikskólanum er boðið uppá morgunmat, hádegisverð og síðdegishressingu ásamt ávaxtastundum. Leikskólinn er opinn frá 7:30-17:15. Útisvæði skólans er bæði stórt og gott og eru miklir möguleikar til vettvangsferða og eða kraftgöngu um nánasta umhverfi skólans. flatarmál húsa er 821,4 fm. og nettóstærð leikrýmis er 366.1 fm. Stærð leikvallar er 2.904 fm. Flatarmál lóðar er 4.251 fm.