Hreyfing - Virðing - Næring - Skapandi starf Hafa samband

Framtíðarsýn - hvernig er unnið með læsi í víðum skilningi og stærðfræði í leikskólanum

Hvernig er unnið með læsi á Lundi (2ja ára) og Þúfu (3ja ára)

Markmiðið er:

 • Að hvetja barnið til að segja frá atburðum og á það sé hlustað með athygli
 • Að þjálfa minni og hlustun
 • Að auka orðaforða og efla skilning á hugtökum
 • Að auka máltilfinningu
 • Að kenna barninu að nota gott íslenskt mál og að það læri að nota það til að leysa ágreining
 • Að efla lesskilning og styrkja hljóðkerfisvitund

Leiðir að settu markmiði:

 • Markviss málörvun (rím, samstöfur, samsett orð, orðahlutaeyðing, hljóðgreining, hljóðtenging) ritmál sýnilegt
 • Orðaspjall (unnið með orð í tengslum við sögulestur)
 • Athafnir daglegs lífs og samskipti
 • Rím, þulur og að læra texta
 • Tjá sig í hópavinnu og samverustundum
 • Lestur bóka alltaf þegar færi gefst (Læsi)
 • Hlustun og myndun hljóða


Hvernig er unnið með stærðfræði á Lundi (2ja ára) og Þúfu (3ja ára)

Markmiðið er:

 • Að barnið skilji helstu hugtökin
 • Að barnið læri um formin
 • Að barnið læri um fjölda
 • Að barnið læri tölutáknin allavega frá 0 upp í 5 og skilji þau

Leiðir að settu markmiði:

 • Könnunarleikur
 • Einingakubbar
 • Tölutáknin sýnileg
 • Formin sýnileg
 • Numicon stærðfræðikubbar


Hvernig er unnið með læsi á Hvammi (4ra ára)

 

 Markmiðið er:

 • Að efla lesskilning og styrkja hljóðkerfisvitund barnsins
 • Að unnið sé með hlustunar- og athyglisleiki
 • Að unnið sé með hin ýmsu hugtök og eflingu orðaforða
 • Að lesnar séu stuttar sögur og framhaldssögur
 • Búum til sögur - sögugrunnur
 • Að unnið sé með vísur og ljóð
 • Að unnið sé með andheiti / samheiti

Leiðir að settu markmiði:

 • Markviss málörvun ( rím, samstöfur, samsett orð, orðahlutaeyðing, hljóðgreining, hljóðtenging) og ritmál er sýnilegt
 • Orðaspjallsaðferð (unnið með orð í tengslum við sögulestur)
 • Læra þulur og texta (söguteppi og ótrúleg eru ævintýrin)
 • Tjá sig í hópavinnu og samverustundum
 • Lestur bóka alltaf þegar færi gefst (Læsi)
 • Hlustun og myndun hljóða

Hvernig er unnið með stærðfræði á Hvammi (4ra ára)

Markmiðið er:

 • Að barnið skilji helstu hugtökin
 • Að barnið læri um formin
 • Að þjálfa rökhugsun
 • Að barnið læri um fjölda
 • Að barnið læri tölutáknin allavega frá 0 upp í 10 og skilji þau

Leiðir að settu markmiði:

 • Könnunaraðferð
 • Heimspekilegar samræður,  ýmis stærðfræðispil / leikir
 • Einingakubbar, Legó
 • Holukubbar
 • Tölutáknin sýnileg
 • Formin sýnileg
 • Numicon stærðfræðikubbar


Hvernig er unnið með læsi á Vörðu (5 ára)

Markmið og leiðir:

 • Að efla lesskilning og styrkja hljóðkerfisvitund barnsins
 • Unnið með hlustunar- og athyglisleiki
 • Unnið með hin ýmsu hugtök og eflingu orðaforða
 • Lesnar stuttar sögur og framhaldssögur- Orðaspjall
 • Unnið með vísur og ljóð
 • Andheiti og samheiti
 • Sérnöfn og samnöfn

Hvernig er unnið með stærðfræði á Vörðu (5 ára)

Markmið og leiðir:

 • Unnið er með tölustafi, magn og hugtök
 • Barnið skrifi tölustafi, lögð áhersla á 1-20
 • Barnið kynnist formum - hringur, þríhyrningur, ferningur og ferhyrningur
 • Að þjálfa rökhugsun
 • Tölustafir veiddir - barnið finnur t.d. 5 í verkefni dagsins
 • Numicon stærðfræðikubbar , einingakubbar og holukubbar

Skriftar- og stafainnlögn - hljóðalestur

Markmið og leiðir:

 • Lagður er inn einn stafur í viku
 • Við kennum heiti stafanna, hljóðin æfð, æfðar tengingar tveggja til fjögurra hljóða ( hljóðakeðjur s-i, s-í, s-o, s-ó, o-s, ó-s, s-í-s-í)
 • Unnið með lesáttina - lesteppi
 • Barnið æfir sig í stafagerð/skriftarkennsla
 • Bókstafir veiddir - barnið finnur t.d. öll S s - in í verkefni dagsins

      "Lubbi finnur málbein" bókin um Lubba er hugsuð til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára.
      "Lærum og leikum með hljóðin" (framburðarbók með æfingum og myndum, e. Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðing)
       Hljóðtenging/Hljóðgreining - unnið með verkefnið "Hugur og fluga" spil fyrir Hljóðkerfisvitund"